29.11.2006 | 15:39
Nærur í jólagjöf?
Mikið er ég nú sammála þessum blessuðum svíum! Það virðist alltaf að þessir blessuðu karlmenn fá þessa hugmynd í hausinn á sér að gefa sinni heitelskuðu nærföt í jólagjöf. Fara clueless í nærfatabúðir í bænum á þorláksmessu og byrja að handfjatla brjóstahaldara, með voninni að þeir kannast eitthvað við ummálið! Ég hef nú alltaf furða mig á því hvað þessu blessuðu grey eru að gera? Gaman líka að opna svoleiðis pakka fyrir framan foreldarana, fjölskyldu og kannski ömmu og afa líka! Ég þoli ekki nærfatabúðir,, fer þar gjörsamlega í neyð. Stærðir eru mismunandi og brjóstin á manni líta út mismunandi í þessu blessuðu apparati. Svo það er mjög erfitt að velja nærföt svona algjörlega út í bláinn!Svo strákar ef þið viljið sjá ykkar heitelskuðu í öðruvísi nærfötum takið þá bara kærustuna með í búðina og splæsið á hana! Í stað þess að troða þetta í jólapakkann!!
Svíar vilja ekki nærföt undir jólatréð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.