Big Mac

Ég fæ ákveðin hroll þegar ég stíg inn í verslunarmiðstöðvar á tímum útsölu. Það skiptir engu máli í hvaða búð ég fer inn í þá er hún full af drasli. Það er dregið allan lagerinn fram frá sautján hundruð og súrkál og sett hann fram með þeirri von að geta selt hann. Ég er búin að kaupa gallabuxur í ákveðni búð í áraraðir, ég ætlaði að nota tækifæri fyrst að það sé útsala að bætta einu stykki safnið, (safnið er nú ekki stórt), neibb, þessar gallabuxur er ekki á útsölu og er látin vera í hópnum nýjar vörur. Þrátt fyrir að þessi tegund á gallabuxum er búin að vera til sölu í mörg ár. Alveg ótrúlegt fyrirbæri. Ég get alveg skilið það að útsölur eru gott tækifæri fyrir fólk sem eiga börn. En fyrir konu eins og mig á góðum aldri er þetta algjörlega tilgangslaust fyrirbæri. Ef ég keypti ekki hlutinn í september, október þá mun ég ekki kaupa hann í janúar.
Íslendingar slógu heimsmet í vikunni. Já við erum í fyrsta sæti á Big Mac vísitölunni. Það er að segja Big Mac er hvergi annars staðar dýrari en á Íslandi. Jíbbí. Sem betur fer fæ ég líka ákveðin hroll þegar ég sé Big Mac og þess vegna fer þessi frétt voða lítið fyrir brjóstið á mér. Ástæðan fyrir þessu segir framkvæmdastjóri Mcdonalds hérna á Íslandi að kjötið er tvöfalt dýrara hér á landi en í nágrannalöndunum og osturinn er þrefalt dýrari. Satt að segja þá er Mcdonalds hér á landi með þeim flottustu í heiminum. Annars staðar er götufólk og unglingar fastagestir á svona stöðum. Mjög erfitt er að ganga inn á svona stað í öðrum löndum án þess að missa matarlystina. Greinilega erum við að borga ákveðið verð til þess að losna við að borða við hliðina á götufólki. Við borgum hátt verð til þess að sitja við hliðina á venjulegu fólki.
Það samt ótrúlegt þegar verslunarmenn eru spurðir ástæðuna fyrir því af hverju verðið eru svona hátt þá er alltaf talað um tolla. Það er svo miklir tollar á ákveðnum vöruflokkum. Það er aldrei talað um álagninguna. Tvö síðustu jól þá hefur tvö ákveðin leikföng verið mjög vinsæl hjá strákum. Þessi jól var leikfangið Skelfirinn. Jólin þar á undan var einhver risaeðla með fjarstýringu sem kostaði 17000 kr en kostaði 55 dollara í US and A.
Skelfirinn kostaði 15000 kr í íslensku leikfangabúðum en kostar 3500 isl kr í dönskum leikfangabúðum. Frekar mikill verðmunur þar á milli. Verslunarmenn vældu yfir háum innflutningstollum og virðisaukaskatti og sögðu að þeir lögðu mjög lítið á þessa vöru vegna þess hve háir tollar væru á henni. Jæja,,10 % tollar og 15 % innflutningsgjöld skýra ekki þennan verðmun. Stóra skýringin er að Íslendingar eru svo vanir að láta nauðga sér ósmurt í ra..........ið að við erum reiðbúin að kaupa 15000 kr græju fyrir strákana okkar án þess að blikka né blána og verslunarmenn vita það.
mbl.is Ofmetnasti gjaldmiðillinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bertha Sigmundsdóttir

Mér finnst að margt af þessu sem þú ert að segja sé mjög satt, þó svo að það fór nú soldið fyrir hjartað hjá mér að heyra að annars staðar í heiminum sé ekkert nema götufólk og unglingar sem eru á McDonalds, og þessvegna sé McDonalds á Íslandi svona dýrt því að þú ert að borga fyrir að þurfa ekki að sitja innan um götufólk. Ég er nú ekki að styðja við bakið á McDonalds, frekar að styðja við bak götufólksins sem þú nefnir með þvílíkri vanvirðingu í þessum pistli. Ástæðan bak við að McDonalds er miklu ódýrara í öðrum löndum, og þá sérstaklega Bandaríkjunum, er ekki útaf götufólkinu sem borðar þar, heldur útaf hversu auðvelt það er að setja McDonalds veitingastað á hvert götuhorn. Hér er junk food menningin í fararbroddi, en eflaust er fleira af götufólkinu hér líka þar sem að stéttarskiptingarnar eru hrikalegar.

Ég vona að þú njótir BigMac í nýju gallabuxunum þínum (ef þú finnur þær einhvern tímann), á Íslandi þar sem þú, sem betur fer, þarft ekki að sitja við hliðina á og horfa niður til einhvers götufólks.  Á meðan þú nýtur hamborgarans sem þú hefur nógan pening til þess að borga fyrir, máttu líta í eigin barm og sjá hversu gott þú hefur það frekar en að snúa nefinu í átt að götufólkinu sem hefur ekki efni á að kaupa sér einn hamborgara á flottasta McDonalds í heiminum. Og njóttu þess að sitja við hliðina á venjulegu fólki eins og sjálfri þér.

Bertha Sigmundsdóttir, 3.2.2007 kl. 17:49

2 identicon

Ég tek nú lýtið mark á MacDonalds nema þá helst þegar núllstilla á bragðlaukana og hreinsa út úr líkamanum.

Já salernisferðum fjölgar eftir neyslu varnings frá M.D.

kaldi....    http://kaldi.is

kaldi stormsson (IP-tala skráð) 3.2.2007 kl. 18:59

3 identicon

Blessuð Bertha! Alltaf gaman þegar fólk kemur með gagnrýni þegar það getur ekki lesið á milli línan og lesið úr kaldhæðni!! Líka komið með staðhæfingar um fólk sem það veit ekki neitt um!! Ég á ekki nýjar gallabuxur, ég veit alveg hvar þær eru að finna, ef mér langar í þær, ég er ekki að tala um einvhverjar 20 þúsund kr diesel gallabuxur, heldur 6000 kr gallabuxur sem fara aldrei á útsölu!!!!! Ég hef annað við peninginn minn að gera en að eyða því í Big Mac máltíð!!

hks (IP-tala skráð) 3.2.2007 kl. 21:24

4 identicon

Það er dregið allan lagerinn fram frá sautján hundruð og súrkál og sett hann fram með þeirri von að geta selt hann.

Gaman  að sjá  vel skrifaðan  texta

Gummi (IP-tala skráð) 3.2.2007 kl. 23:23

5 Smámynd: Bertha Sigmundsdóttir

Sæl aftur. Ég vildi nú bara benda á það að mín orð voru nú líka með slatta af kaldhæðni. Ég var nú að slá þessu uppí létt grín með gallabuxurnar, til þess að sýna fram á hversu venjuleg þú ert og betur að þér komin en þetta götufólk sem þú talar um, sem er ekki venjulegt, ef lesa má inná milli línanna hjá þér. Að segja það að labba inná McDonalds staði í útlöndum og missa matarlystina af því að þar er bara götufólk og unglingar, finnst mér ekki vera vera staðhæfing af minni hálfu, heldur staðhæfing um hvernig þú lítur niður á fólk sem er ekki venjulegt að þínu mati. Mér finnst gaman að lesa bloggin hjá mismunandi fólki, og við höfum öll mismunandi skoðanir á öllu sem til er í þessum heimi. Ég vildi bara segja þér að mér finnst óþarfi að tala illa um fólk sem er illa að sér komið í þessum heimi okkar, og þar sem ég les yfir pistilinn þinn aftur, þá sé ég enga kaldhæðni þegar þú ert að tala um götufólk, heldur sé ég þá staðhæfingu frá þér að þú ert yfir aðra komin!! Og það er ekki gagnrýni, heldur staðhæfing frá þér um hver þú ert!!! Ef það kallast að vera venjulegur, þá vil ég frekar tilheyra óvenjulega hópnum...

Bertha Sigmundsdóttir, 4.2.2007 kl. 00:36

6 identicon

Staðhæfing er sú að Mcdonalds í útlöndum eru frekar ógeðslega búllur og bjóða upp á mjög ódýrran mat!! Mat sem bæði unglingar og götufólk sjá sig fært um að kaupa hann!! Meira að segja er Mcdonalds að markaðsetja sjálfan sig sem mjög ódýrran skyndibita í útlöndum!! Hérna er hann svo dýr að unglingar né götufólk getur skrapað peningum saman til þess að borða þarna!!Ég sagði aldrei að ég missti matarlystina að sjá götufólk borða, eða unglinga þar að segja!! Hvað þá líta eitthvað sérstaklega niður á þessa þjóðfélagshópa!! Kaldhæðnin var sú,,við við erum að borga dýrt verð fyrir "ódýrran mat""!! Hvað erum við að borga fyrir?? Er Mcdonalds á íslandi búin að gera þennan skyndabita sem eru mjög ódýr um heim allan að lúxusvöru hér á landi? 

HKS (IP-tala skráð) 4.2.2007 kl. 15:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband