Færsluflokkur: Bækur

Betty Crocker

Mér til mikillar undrunar þá tókst mér að klúðra Betty Crocker köku! Ef það er ekki toppurinn af eldamennskunni þá veit ég ekki hvað! Ég var voða hreykin með minn pakka af gulrótaköku frá Betty Crocker, og troð duftdraslinu, olíu og vatni samviskusamlega í hrærirvélina í nokkra stund! Svo var bara raða þessu form og henda þessu inn í ofn,,algjört piece of cake! Þanga til að mamma fór að góna í gegnum glerið á ofninum,,og þurfti endilega að tjá sig,, Gleymdir þú nokkuð eggjunum! Ég gat varla hamið mig af hlátri, þurfti eiginlega að leggjast í gólfið og grenja úr hlátri! Sem betur fer var kakan bara búin að vera í ofninu í tvær mín, henti þessu öllu aftur í hrærivélina og henti eggjunum út í! Árangurinn var mjög þétt Betty Crocker kaka,,alveg ágæt á bragðið! Greinilega öll bakarí landsins nota pakka af Betty Crocker í sína uppskrift af Gulrótaköku,,því að bragðmunurinn var eiginlega enginn!
Munið nú að kjósa Magna í kvöld!!

Something fishy going on!!

Til þess að koma með fleiri slúðurfréttir frá Rockstar Supernova þá eru allir helstu vefir um Rockstar Supernova að segja að hljómsveitin er þegar búin að ákveða hver verður sigurvegarinn!(svo ekki lesa lengra ef þú vilt ekki fá að vita það) Við fáum að vita hvort þetta sé rétt þann 13 september þegar búið er að tilkynna sigurvegarann! En stærsti slúðurgreinarhöfundur í henni stóru Hollywood er búin að skrifa á vefsíðuna sína að hún er með það góð sambönd að hún þegar búin að vita hver mun vinna þessa keppni!

Þetta er fréttin

 Veteran Hollywood gossip columnist Janet Charlton insists she knows who has won reality talent competition Rock Star: SUPERNOVA, and has revealed the winner's name on her website. Although the show is live and the winner won't be officially announced until September 13th, Charlton claims to have inside information on who will ultimately be named the new lead singer for the band Supernova.

The series follows the search for a vocalist to join the new band, formed by MÖTLEY CRÜE drummer Tommy Lee, former METALLICA bassist Jason Newsted and one-time GUNS N' ROSES guitarist Gilbey Clarke. Charlton says the band had the most clout when it came choosing the winner in the competition because they will have to go on the road with them.

She claims contestant Lukas Rossi was selected because band members thought he would be the best fit and, barring any unforeseen events, he will be named the winner in the series finale next month.

Ég segi nú bara verði þeim að góðu!! Magni á miklu betra skilið en að vera söngvari Supernova! En Auðvitað ætla ég að kjósa drenginn í nótt. Hann á skilið að vera í topp 5!


En auðvitað sel ég þessa frétt ekki dýrara en ég keypti hana!

Stórt Slúður í Supernova

Á öllum síðum um Supernova er helsta slúðri að Dilana sé hætt í keppninni. Hún tók þetta svo svakalega inn á sig í síðasta þætti að hún lokaði sig inn á klósetti í nokkra tíma hágrátandi, hringdi svo á leigubíl og fór eitthvert!! Þetta er svakalega spennó! Þið getið lesið um þetta á helstu síðum Rockstar Supernova, Rockband.com eða supernovafans.com eða bara á síðunni hennar sem er hérna

Samt sel ég ekki þessa frétt dýrari en ég keypti hana!


mbl.is Stuðningsmenn Magna á Egilsstöðum koma saman í tjaldi á þriðjudagskvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott framtak!!

Núna er engin afsökun að kjósa ekki our darling Magni! Síminn og skjár einn hefur lækkað sms gjaldið. Það hefur það í för með sér að eina sem þið elskulega fólk þurfið að gera er að stilla vekjarklukkuna,, vakna og kjósa, þurfið ekki einu sinni að drattast úr rúminu, kveikja á tölvunni og kjósa! Því að hann Magni er nú í mikillri hættu að detta út í næsta þætti. Svo að hvert atkvæði skiptir sköpum. Í síðasta þætti þá munaði bara nokkrum tugum atkvæði á honum og Storm! Ef hann lendir í þremur neðstu sætunum þá eru frekar miklar líkur á því að hann dettur út. Því að hann er sá eini, í þessum hóp, að þurfa að dúsa þarna í tvö skipti. Ég vil nú að þessi blessaði maður fer aðeins lengra en ekki vinna keppnina. En sama hvernig fer þá hefur hann staði sig alveg fruntalega vel og þjóðinni til sóma!
mbl.is SMS-gjald vegna kosningar í Rock Star Supernova lækkað í 19 krónur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ojjj

Þetta er alveg ótrúlegt! Greyið maður hlítur bara að vera mjög veikur á geði ef þetta er nú rétt! Eitt skyldi ég nú ekki við þetta mál þegar ég heyrði af þessu fyrst var Heyrði enginn í honum!! Maðurinn býr í skúr með fjöldan allan af mönnum (ég held að sé tólf herbergi í einum skúr) og var barinn í klessu!Ég hefði nú haldið það að maður hefði nú öskrað af lífsins sálarinnar kröftum ef tveir menn væri að lúskra á honum!


mbl.is Talinn hafa veitt sér áverkana sjálfur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver datt út?(ekki lesa ef þú vilt ekki fá að vita það)

Ef þú vilt ekki fá að vita hver dettur í kvöld þá mæli ég með því að lesa ekki lengra!  Það fólk sem var í þremur neðstu sætunum var Toby, Magni og Patrice! Þau tóku lögin

Fire, Jimi Hendrix
Middle of the Road, The Pretenders
Plush, Stone Temple Pilots

Manneskjan sem fékk að syngja með Supernova í kvöld var hann Toby! Það er nú engin hissa yfir því að það var hún Patrice sem fékk sparkið í kvöld! Engin fékk encore!!! Dilana var rasskelld á beran bossann fyrir það að haga sér eins og hálfviti fyrir framan fjölmiðla. Bara grínast en hún var tekin á teppið! Það

er

Stilla vekjaraklukkuna!

Jæja,,þátturinn var færður um einn klukkutíma sem þýðir að hann er sendur út klukkan 2 í nótt! Þið þurfið bara að stilla vekjaraklukkuna ykkar klukkan 3 í nótt, skella ykkur fyrir framan tölvuna, kjósa hann Magna nokkrum sinnum og fara svo aftur að sofa! það væri skandall ef hann fer undan henni Patrice!!
mbl.is Magni syngur Smells Like Teen Spirit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjölskyldulíf

Helgin var nú ágætlega skemmtileg. Fór í 80 ára afmæli hjá ömmu. Mér til mikillar ólukku þá þurfti frænka mín endilega koma með sína nýfædda skvísu. Ekki halda það að frænka mín er eitthvað leiðinleg eða barnið hennar eitthvað ljót. Lítil börn, sérstaklega börn sem eru nýkomin út úr kassanum setur pressu á það fólk sem er ekki leiðinni að eignast börn eða ná sér karl.  Ég mátt helst ekki vera nálægt .þessari frænku minni eða horfa í áttina að þessu litla barni þá byrjaði helvítis spurningaflóði. Hvenær ætlar þú koma með svona eitt handa mömmu þinni og pabba?  (þetta er spurningin sem ég þoli ekki) Auðvelt svar við þessari spurningu er:  nú ætla þau að ala það upp!! Frændi minn um fimmtugt sló öll met og sagði ;;Þú verður nú að drífa þig að þessu þú átt bara 15 ár eftir af lífklukkunni!!´´  Svarið sem hann fékk  ,,  Vá ég verð þá að fara á djammið í kvöld og ná mér í kjörið fórnalamb svo að lífklukkan fer ekki algjört brengl!! Ótrúlegt en satt þá voru flestar spurningarnar þannig að það þarf ekki endilega vera með manni til þess að búa til þennan krakka!  Greinilega maður á bara þjóta á skemmtistaðina , draga einhver karl með sér heim og ljúga að honum að maður sé á pillunni.  Bara að svo að foreldrarnir fái barnabarna og maður látin vera í fjölskyldu boðum!  Ótrúlegt hvað fólk finnst nú gaman að skipta sér af.   Fólk heldur alltaf að þegar maður er stelpa þá þarf greinilega bara eitt lítið barn svo að eggjastokkarnir fari að klingja saman.  Nei það er ekki satt.  Lítil börn eru mjög góð getnaðarvörn sérstaklega þegar þau byrja að grenja og skella sér í gólfið af frekju þá kemur skemmtileg hugsun upp í huga mans. Djöfull er ég fegin að ég á ekki eitt.

Ég er ennþá í námi, bý á stúdentagörðunum og tekjunnar mínar duga rétt svo fyrir leigunni og mat.  Ég er ekki á leiðinni að blanda krakka í þessa jöfnu.


Aldur

Ég hef mikið pælt í því hvað þessir blessuðu keppendur í Rockstar eru gamlir.Hef alltaf fundist að þeir væru nú á svipum aldri. Þó ég hef nú alltaf fundist hún Dilana vera frekar gömul, kannski vegna þess að röddin hennar er eins og hún sé búin að reykja filterslausan camel og drekka víski í tonnavís. Ég komst af því í síðasta raunveruleika þætti að skutlan varð 34 ára þann 10 ágúst.Fyrst að Dilana er 34 ára þá varð ég bara að komast af því hvað þetta blessaða fólk væri nú gamalt! Ég komst nú að því að stelpurnar eru eldri en strákarnir. Stelpan sem ég hélt að væri yngst(það er að segja eftir Dönu) var sú elsta! Engin af strákunum er orðin 30 ára en þó nokkuð margar af þessum stelpum hafa náð þeim aldri. Dilana var ekki sú elsta heldur í þriðja sæti! Til þess að spara ykkur sporin
þá er þetta aldursröðin
Storm 1969
Patrice 1970
Dilana 1972
Jill 1973
Jenny 1976
Lukas 1976
Matt 1976
Toby 1977
Magni 1978
Phil 1978
Ryan 1978
Zayra 1978
Josh 1980
Chris 1980
Dana 1984


Þið hljótið að vera hissa að Storm sé elst! Ég hef nú alltaf fundist Patrice vera í eldri kantinu kannski vegna þess hún minni mig alltaf á Soccer Mum that has gone bad! Ég held enþá í voninni að hann Magni kemst í hópi þeirra fimm efstu. Ég er nú ekki að vona að drengurinn vinnur þetta því að ef lagið sem Supernova frumflutti í gær er það sem koma skal, þá kaupi ég ekki plötuna. Lagið var eindæmum leiðinlegt og dansarnir stripparalegir. Svo var Gilby Clark að gera grín af Jill. Ég sá nú ekki betur í gær að þessir blessuðu strippara dönsuðu í kringum hana Dilönu eins og hún væri Súlan á súlustaðnum!

Brook

Var Brook, kynnirinn í supernova, með armband með íslenska fánanum í þættinum í gær?? Í fyrstu fannst mér að þetta var breski fáninn en svo fannst mér þetta vera íslenski? Hvað haldið þið?

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband