Jólin

Ég er frekar píkkí á veitingastaði hér á landi. Svo virðist að ég hef ekki fundið minn uppáhalds veitingastað! Ég held meira að segja að ég er búin að prófa flest alla veitingastað hér í Reykjavík! Oft of tíðum mjög dýrir miðað við gæðin á matnum!! Finnst frekar súrt að borga 3000-8000 fyrir heila málítið og kemst af því að ég hefði nú alveg geta gert betur! Annað hvort er ég svona svakalega góður kokkur,,eða lélegan matarsmekk eða bara maturinn á veitingastöðum hérna er ágætur en ekkert svakalega góður!! Ég hef aldrei gengið út af veitingastað hér á landi og sagt vá,,æðislegt hérna verð ég að koma aftur!! Austur Indíafélagið kemst svona næst því að vera minn uppáhalds. Góður matur þar,,en ég er engin fasta kúnni!!En ég prófaði veitingastaðinnn Grænan Kost áðan í kvöldmatinn,,og var bara mjög hrifin. Ekkert voðalega dýrt 1100kr fyrir  rétt dagsins sem var gjörsamlega kúfullur diskur af mjög góðum mat,,og ég gat ekki klárað hann. Var sko ekki fyrir vonbrigðum ég nú hef alltaf verið með fordóma gagnvart grænmetisfæði. En núna eru þeir fordómar farnir.Það er voðalítið val á Grænum Kosti það er eiginlega bara réttur dagsins. Sem mér finnst vera frekar sniðugt concept! Matseðill vikurnar er hægt að finna á netinu, Sniðugt. Mjög góður matur fyrir ekki svo mikinn pening! Greinilegt að ég er einhver sukker fyrir svona One meal wonder staðir. Góður matur fyrir lítinn pening,,eins og Bæjarins Bestu, American Style, og núna greinilega Grænn Kostur!! Þessa dagana þegar ég kemst fyrir utan húsins dyr þá sé alltaf bætast við jólaskrautið í borginni,,en Reykjavík er samt mjög aftarlega á merinni miðað við Reykjanesbær,,sem var í fullum skrúða í byrjun desember! Gaman sjá brúna yfir Reykjavíkurtjörn svona á kvöldin sérstaklega nýjustu viðbótina stór plastkerti!! Ekki er nú verra að heilt skautasvelli er komin í miðbæin yfir jólin! Mjög sniðugt,,þótt að mér hef nú aldrei fundist gaman á skautum! Mér líður alltaf eins og hamstur í búri sem gerir ekkert annað en að fara hring eftir hring!!En mjög skemmtileg viðbót svona um jólinn! Það er sko margt sem ég ætla að gera þegar ég búin að losna úr prísundi, líka nóg að gera þegar varla er vika til jóla þegar ég búin í þessum andskotans prófum! Kannski fjárfesta í jólaljósum á svalirnar!!
mbl.is Jólasveinar á vappi við Jóla-Skuld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fanney Dóra Sigurjónsdóttir

Má til með að benda þér á staðina Á næstu grösum á Laugarvegi/Skeifunni og Shalimar, indverskan stað í Austurstrætinu. Toppstaðir á flottu verði. Annars á Tapasbarinn líka alltaf stað í hjarta mínu

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 17.12.2006 kl. 14:53

2 identicon

Ég er nú ekkert á leiðinni á Tapasbarinn í bráð. Seinast þegar ég fékk mat þaðan þá fékk allur hópurinn og ég skuggalega magapest! Sökudólgurinn var einhver skelfiskur sem var í matnum! Fólk þurfti að vera mjög nálægt klósetinu í marga daga á eftir!!

hks (IP-tala skráð) 17.12.2006 kl. 21:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband