12.12.2006 | 22:07
Hvað er fátækt?
Allir með öndina yfir skýrslunni um fátækt,,að það sé til lítil börn hérna á Íslandi sem býr við fátækt! Já,,okkar yndislega land er með nokkrar skuggahliðar! Ég hef eiginlega aldrei skilið fátækt í vestrænu þjóðfélagi! Auðvitað algjör fáfræði á minni hálfu! Ég er bara alin upp í smá bæ út á landi sem fólk reddaði sér. Ef það átti ekki pening þá fékk það sér vinnu. Ef sú vinna skaffaði ekki nóg og mikið þá var fengið sér aðra vinnu! Íslenska harkann að vera í 8-10 tíma í dagvinnu og svo fara heima heim skipta um föt og skúra kannski gólf í hjá einhverju fyrirtæki! Ég skil þetta ekki út af því að ég veit alveg hvernig það er að eiga lítin pening! Ég er námsmaður, ég lifi á sumarlaununum mínum. Laun sem ég fékk fyrir 3 mánaða vinnu. Ég leigi á stúdentagörðunum. Ég sé bara um sjálfan mig það er að segja ég á engin börn eða karl,,ekki einu sinni gullfisk! Til þess að geta borgað leiguna og haft í sér og á. þá er fengið sér aukavinnu. Skúrað fyrirtæki út í bæ til þess að eiga fyrir leigunni og svo sparað. Ég er ekki að eyða í einhverja vitleysu. Passa vandalega hvar peningarnir mínir fara í. Ef allt er talið þá er ég kannski að lifa á 80 þúsund kr á mánuð,,inni í því er leigan og matur og allt! Ég tel mig ekki vera fátæka,,ég er ekkert að deyja úr hori. Ég er heldur ekki í nýjustu fötunum frá Hugó Boss!. Ef ég myndi nú sjá það að bankainnistæðan mín væri hræðileg þá auðvitað er til annað hlutastarf. En þetta væri auðvitað allt annar handleggur ef lítið barn væri inn í myndinni. Þá myndi ég nú bara spýta enþá meira í lófana og láta þetta reddast, taka mér námslán eða meira!!. Ég er ekki að blekkja sjálfan mig að það sé ekki til fátækt hér á Íslandi en ég er bara ekki að skilja hana!!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.