30.8.2006 | 12:13
Spennan eykst
Skutlan var vakandi til klukkan 4 í nótt til þess að sitja við tölvuskjáinn til þess að kjósa hann Magna! Ég var reyndar að slá tvær flugur í einu höggi, þurfti líka að snúa sólarhringnum við vegna þess að ég er að fara á næturvakt í kvöld. Það gekk nú mjög erfiðlega að kjósa milli tvö og þrjú í nótt. En klukkan 3 þá rann þetta bara í gegn! Sem betur fer því að ég var alveg að missa þolinmæðina. Ég góndi fyrst á raunveruleikaþáttinn. Var búin að sjá hann í tölvunni en það er eiginlega betra að sjá hann í sjónvarpi heldur að góna á hann í litlum tölvuskjá með lélegu hljóði! Raunveruleikaþátturinn var drama dauðans. Það vantaði bara einhver fengi heilaæxli eða lenti í dái, eins og alvöru sápuópera gera þarna vestanhafs! Blessuðu kanarnir gerðu úlfalda úr mýflugu úr smá skeinu á skallanum hans Magna þá lá við að hún Dilana væri kærð fyrir morðtilraun! Talandi um Dilönu ætlar þessi stelpa ekki að hætta að grenja!! Hún fær örugglega mikið að sympathy votes út á þennan þátt!Hérna eru performance
Fyrstur var Lukas: Maðurinn lítur alltaf út eins og sé aðalleikar í teiknimynd. Minni mig helst á Gremlings! Hann var góður í gær! Ég er nú engin Lukas fan en þetta performance fékk mig aðeins til þess að góna með áhuga á manninn! Þrátt fyrir að hann hreyfi sig stundum eins og hann sé flogaveikiskasti!
Annar var Magni: Hann fær en og aftur fullt hús stiga hjá mér! Maðurinn getur svo sannarlega sungið. Hann er með bestu stjórnina á röddina í þessum hóp! Hvar fær drengurinn þessa boli. Bolurinn sem hann var í gær var helvíti flottur! Trébolurinn hans um daginn var alveg æðislegur!
Svo kom Ryan. Það var dröslað heilum flygli á sviðið. Svo kom í ljós að það var engin ástæða fyrir honum. Nema hann tók helstu melódínu í endirinn á honum. Honum fannst eitthvað gaman að henda sér ofan á hann. Ekki gott move! Aldrei fara ill með góð hljóðfæri! Mér fannst þetta ekki góð frammistaða. Hann öskraði lagið. Hann söng ekki einu sinni erfiða partinn í laginu. Hann er alltaf svo voða dramatískur
Næst var hún Storm!. Mér fannst hún takast þetta alveg ágætlega! Miðað við það hún hefur ekki sýnt svakalega hæfileika til þess að ná mjög hátt upp, raddlega séð! Toby og Storm voru bara mjög góð þarna saman!
Toby: Drengurinn kann greinilega að fá fólk á sitt band. Toppurinn var nú þessar litlu táningsgelgjur sem fengu að fara á svið með honum! Ég hafði nú mjög gaman af þessu lagi hjá honum!
Dilana: hvað er hægt að segja um greyið Dilönu. Fyrsta lagi kerlingatuðrana þurfti endilega líta út eins og skunkur sem varð undir bíl. Bara til þess að leggja áherslu á það að það er búið að fara illa með hana. Röddin var hennar var ágæt í þetta skiptið. Greinilega hún lagði stóran hluta af vískiröddinni á hilluna í þetta skiptið. Hún heyrðist bara þegar hún öskraði! Hvað var málið að troða einn fót á gítarleikarann?? Hvað eru þessir hljómsveitamenn að rugla að þetta er besta perfomancið hjá henni. Ekki fannst mér það!!
Þeir söngvara sem lentu í þremur neðstu sætunum í gær var Ryan, Storm og Lukas. Ég var nú mjög hissa að sjá Lukas þarna. Vildi nú frekar sjá Dilönu þarna í neðstu þremur sætunum. Það kemur í ljós í kvöld hvort þessi samstaða hjá okkur Íslendingum gerði sitt gagn!
Magna hrósað fyrir frammistöðuna í nótt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.