22.8.2006 | 11:36
Fjölskyldulíf
Helgin var nú ágætlega skemmtileg. Fór í 80 ára afmæli hjá ömmu. Mér til mikillar ólukku þá þurfti frænka mín endilega koma með sína nýfædda skvísu. Ekki halda það að frænka mín er eitthvað leiðinleg eða barnið hennar eitthvað ljót. Lítil börn, sérstaklega börn sem eru nýkomin út úr kassanum setur pressu á það fólk sem er ekki leiðinni að eignast börn eða ná sér karl. Ég mátt helst ekki vera nálægt .þessari frænku minni eða horfa í áttina að þessu litla barni þá byrjaði helvítis spurningaflóði. Hvenær ætlar þú koma með svona eitt handa mömmu þinni og pabba? (þetta er spurningin sem ég þoli ekki) Auðvelt svar við þessari spurningu er: nú ætla þau að ala það upp!! Frændi minn um fimmtugt sló öll met og sagði ;;Þú verður nú að drífa þig að þessu þú átt bara 15 ár eftir af lífklukkunni!!´´ Svarið sem hann fékk ,, Vá ég verð þá að fara á djammið í kvöld og ná mér í kjörið fórnalamb svo að lífklukkan fer ekki algjört brengl!! Ótrúlegt en satt þá voru flestar spurningarnar þannig að það þarf ekki endilega vera með manni til þess að búa til þennan krakka! Greinilega maður á bara þjóta á skemmtistaðina , draga einhver karl með sér heim og ljúga að honum að maður sé á pillunni. Bara að svo að foreldrarnir fái barnabarna og maður látin vera í fjölskyldu boðum! Ótrúlegt hvað fólk finnst nú gaman að skipta sér af. Fólk heldur alltaf að þegar maður er stelpa þá þarf greinilega bara eitt lítið barn svo að eggjastokkarnir fari að klingja saman. Nei það er ekki satt. Lítil börn eru mjög góð getnaðarvörn sérstaklega þegar þau byrja að grenja og skella sér í gólfið af frekju þá kemur skemmtileg hugsun upp í huga mans. Djöfull er ég fegin að ég á ekki eitt.
Ég er ennþá í námi, bý á stúdentagörðunum og tekjunnar mínar duga rétt svo fyrir leigunni og mat. Ég er ekki á leiðinni að blanda krakka í þessa jöfnu.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.