Hvað verður um svæðið?

þarna var lokað árs gömlu 130 milljóna krónu hliði!¨Ég er nú dálítið forvitin að vita hvað verður um þetta blessaða svæði! Svæðið sem hafði íbúatölu yfir 6000 mans á tímabili er núna að 400 manna bæjarfélagi! Versta við það að við íslendingarnir eru um ekki alveg að fatta það hve mikil umsvif þessir blessuðu kanar höfðu! Ég frétti það nú suður með sjó að þessi blessuðu ameríkanar héldu uppi heilu veitingastöðunum þarna, spurning er önnur með skemmtistaði því að þeir máttu ekki fara inn á þá vegna skipana ofan af velli! Greinilegt að það var greinilegt ekki mjög hlýtt á milli keflvíking og Kana þegar rökkva tók! En hvað verður um þetta svæði? Í varnasamningnum á Ameríkanar að skila svæðinu eins og það fengu það, það þýðir að á að rífa þetta allt niður! Rífa niður þvílíkt magn af blokkum, spítala, tveimur skólum, 2 kirkjum, einni sundlaug, einu bíó, einum hafnaboltavelli, officer klúbbnum, stærðarinnar mötuneyti, keiluhöll, einum hamborgarastað og margt fleiri! Ég vil helst að fólk leggur nú hausinn í bleyti og geri nú eitthvað nytsamlegt við þennan stað, í stað þess að rífa hann! T.d litla Flórída fyrir eldri borgara. Í stað þess að Reykjanesbær er núna að búa til lítið svæði fyrir íbúðir eldri borgara. Afhverju ekki hætta við þetta og leyfa þeim að búa þarna með allskonar afþreyingu og stutt í alla þjónustu? Eða bara búa til stórt Háskólaþorp. HR á bara að hætta við sínar framkvæmdir í Vesturbænum og skella sér bara til Reykjanesbæjar sem er allt er til staðar nú þegar. Meira að segja Stúdentaíbúðir! Einhver sem ég þekki kom þessa brilliant hugmynd að hafa bara þarna fangelsi! Það var einhver sem vildi hafa þarna stórt kvikmynda stúdíó! Allt í lagi að leggja höfuðið aðeins í bleyti og finna einhverja góða lausn um hvað er hægt að gera við allar þessar íbúðir í stað þess að rífa þetta niður!


mbl.is Hliði að varnarstöðinni lokað í síðasta skipti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband