Fríhöfnin

Þetta er nú alveg rétt það sem stjórn FLE er að segja! Þetta er til í öðrum löndum, fríhafnarverslanir þar eru að selja snyrtivörur bland við tóbak og áfengi! Samtök verslunar verða nú líka að skoða verðið í Fríhöfninni, stundum er bara ekkert ódýrarra að kaupa hluti upp í Flugstöð en bara í Reykjavík! Fríhöfnin er þegar í samkeppni við útlönd, því að margir gefa sér þann kost að kaupa sér áfengið í útlöndum. Ég gerði það nú bara um daginn þegar ég kom heim,,ég gerði mína rannsóknarvinnu, sá hvað sum létt vín kostuðu í Fríhöfninn, þau voru svona 300 kr ódýrrari en í Ríkinu. En ég gat keypt þessar venjulegu 1200 kr flöskur í Ríkinu á 4 evrur í útlöndum! Það er nú nokkuð ódýrrar. Fólk gerir sér ekki heldur grein fyrir því að það er ekki svo dýrt að borga af víni hjá Tollinum,, vinur minn sem er algjört víngúru segir að það sé um það bil kringum 400-500 kr að borga af léttu víni verðlagið fer eftir styrkleika vínsins. Hann segir að það sé nú algjör gjafaprís þegar um gott og dýrt rauðvín er um að ræða!
mbl.is Segja rekstur komuverslunar í Leifsstöð í samræmi við lög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband