17.7.2006 | 15:48
Ég myndi selja bílinn minn ef,,,,
það væri komið á neðarjarðlestarkerfi,,Metro-Subway, hvað sem þið viljið kallað þetta! Ég elska svoleiðis kerfi! Sérstaklega kerfið í Kaupmannahöfn! Ekki bara að það er sniðugt heldur að það er venjulegt fólk að ferðast í þessum lestum, venjulegur Jón og Gunna að fara í vinnuna, í skólann eða að fara að versla! Bíll er bara óþarfi ef svoleiðis kerfi væri hérna á Íslandi. Ég man eftir nú menntaskóla árunum mínum þá var strætó eini ferðamátinn, það tók mig klukkutíma að ferðast frá Skerjafirði í Kringluna. Maður þekkti alla helstu róna og dópista bæjarins!(alveg ótrúlegt hvað margir þekkja lagið, það blanda allir landa upp til stranda)Þeir vöknuðu rétt yfir sjö þegar maður keyrði fram hjá Hlemmi á leið í skólann. Þá gat maður sé þá byrja daginn með því að fá sér Kardimónudropa og sótthreinsandi. Á leiðinni heim úr skólanum þá sá maður Jónu Geðsjúku með bangsa sinn. Bangsinn var klæddur í föt og Jóna tala við hann alla strætóferðina. Alltaf virtist það vera á döfinni að á sér heit kakó með bangsa þegar heim var komið! Á menntaskóla árunum fékk ég nóg af strætó,,ef maður fór ekki á þessum venjulegum tíma þegar venjulega fólkið var að fara vinnu og skóla,,þá sá maður frekar skuggalega karaktera! Einn dagin fékk dópisti kast í miðri strætóferð þá ákvaði ég að núna væri komið nóg! Mínum strætódögum væri opinberalega lokið. Ég fór á næstu bílasölu og keypti mér bíl. Mér var svo nákvæmlega sama að ég þurfti að vinna með skólunum, ég var bara komið með nóg af dópistum og geðsjúklingum! Ef strætó kemur með gott kerfi og enga geðsjúkling og dópista í ferðunum sínum,,þá skal ég kannski hugsa um það selja bílinn minn!
Lækka á rekstrarkostnað Strætó um 360 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Jamm. Sammála þér í meginatriðum; væri briljant að fá svona kerfi ef það væri hægt.
Guðmundur D. Haraldsson (IP-tala skráð) 17.7.2006 kl. 19:42
Hehe, ég man eftir Jónu. Hún kom stundum í vagninn hjá mér þegar ég keyrði strætó í denn. Það lífgaði svolítið upp á daginn að heyra hana tala við bangsann sinn...
Annars held ég að neðanjarðarlestir komi seint til Reykjavíkur, einfaldlega vegna mannfæðar. Það borgar sig einfaldlega alls ekki. Sporvagnar kæmu frekar til greina.
Sigurjón, 17.7.2006 kl. 23:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.