10.7.2006 | 20:15
Ekki furða!
Það er nú ekkert skrýtið að þessu blessuðu ferðamenn vilja umbætur í vegkerfinu! Íslendingar klóra sér nú oft í hausinn út af þessu blessuðu vegakerfi,, nefna má nú gott dæmi nýju Hringbrautina,, það tók fólki marga daga að komast á lagi með það ,hvert í fjandanum þeir væru nú að fara! En eitt sem má nú alveg bæta, það er þegar verið er að gera við götur og þarf að loka götum eða minnka þær, það er nú gáfulegra að gefa fólki smá fyrirvara t.d að láta kannski skilti nokkrum km frá, svo þeir gætu nú tekið aðra leið! Ég lenti í því nú um daginn að fara í Reykjavík frá keflavík og fara að fara í gegnum Hafnarfirðinn á leið minni til RVK! Þar var gata lokuð hjá Fjarðakaupi í Hafnarfirði,,það var ekki látið fólk vita heldur stóð bara skilti hjáleið og bent bara til vinstri, bara nokkrum skrefum frá þeim stað þar sem var lokað. Það var ekki gefin neinn vísbending um það áður, alveg stórskrítið,,ég hefði nú farið í gegnum miðbæ Hafnarfjarðar ef ég hefði vitað af þessum! Við verðum nú að fara taka Breta okkur til fyrirmyndar, ég hef dvalið í ágætan tíma í Bretalandi og það er sko gætt að því að láta skilti út um allt til þess að láta fólk vita af svoleiðis hlutum!
![]() |
Erlendir ferðamenn vilja sjá umbætur á vegakerfinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.