7.7.2006 | 17:10
Rockstar
Ég beið spennt eftir úrslitum í nótt af Rockstar Supernova! Já,,auðvitað komst hann Magni áfram! Var ekki einu sinni af þeim þremur neðstu! Hann stóð sig með prýði,,þessir blessuðu útlenskir söngvara voru ekki alveg að skilja þennan sveitaballa sviðsframkomu og kölluðu hana dálítið Vegas Style! Greinilega að sveitaballa sviðsframkoma er Vegas sviðsframkoma! Ég hef nú lúmskan grun um það að Magni var örugglega að skíta á sig af hræðslu,,þess vegna sviðsframkoman var svona Vegasleg! Ekki furða,,það myndi ekki koma út úr mér múkk ef ég vissi af því að stórhluti af heimaþjóðinni minni væri að fylgjast með,,og líka nokkra milljónir í viðbót! Ég er nú líka búin að fylgjast með umræðuvefnum á Rockstar,,fólk er ekki alveg að skilja þennan söngvara,,og margir hafa komið með athugasemdina að heil þjóð er að kjósa hann,,þess vegna kemst hann áfram! Bara góð vísbending um fáfræði Ameríkana,,eru greinilega ekki alveg að fatta að við erum varla 300 þúsund,,þótt að allir í landinu hafði kosið þá er það varla dropi í hafið til þess að komast áfram! Ég bíð spennt eftir næsta þætti,,er eiginlega að vona að hann skelli sér bara á stól,,með gítarann í hendi,,og spilar eitthvað rólegt rokk lag! Því að þessi maður getur alveg sungið,,þarf aðeins að sýna heiminum það! Ég er nú að vona að hann verði nú minnsta kosti nokkra þætti í viðbót,,ég er nú ekki veruleikafyrrt,,hann mun ekki vinna þessa keppni,,en þetta stærsta auglýsing sem þessi maður getur nokkurn tímann fengið!
Rock Star Supernova hefst í kvöld á Skjá einum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.