Ó boj ó boj

Miðað við myndirnar frá því í fyrra á þessari blessuðu vefsíðu þá virðist þetta vera frekar óvenjuleg ráðstefna!! Alls naktar konur í einhverjum snjó að sleikja hvort aðra!!!!  Verði þeim af góðu að vera alls naktar í 3 stiga, roki og rigningu.  Sem betur fer verð ég ekki á Reykjavíkursvæðinu þegar þetta fer fram!!!
mbl.is Stígamót skora á ráðamenn þjóðarinnar að koma í veg fyrir klámþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Big Mac

Ég fæ ákveðin hroll þegar ég stíg inn í verslunarmiðstöðvar á tímum útsölu. Það skiptir engu máli í hvaða búð ég fer inn í þá er hún full af drasli. Það er dregið allan lagerinn fram frá sautján hundruð og súrkál og sett hann fram með þeirri von að geta selt hann. Ég er búin að kaupa gallabuxur í ákveðni búð í áraraðir, ég ætlaði að nota tækifæri fyrst að það sé útsala að bætta einu stykki safnið, (safnið er nú ekki stórt), neibb, þessar gallabuxur er ekki á útsölu og er látin vera í hópnum nýjar vörur. Þrátt fyrir að þessi tegund á gallabuxum er búin að vera til sölu í mörg ár. Alveg ótrúlegt fyrirbæri. Ég get alveg skilið það að útsölur eru gott tækifæri fyrir fólk sem eiga börn. En fyrir konu eins og mig á góðum aldri er þetta algjörlega tilgangslaust fyrirbæri. Ef ég keypti ekki hlutinn í september, október þá mun ég ekki kaupa hann í janúar.
Íslendingar slógu heimsmet í vikunni. Já við erum í fyrsta sæti á Big Mac vísitölunni. Það er að segja Big Mac er hvergi annars staðar dýrari en á Íslandi. Jíbbí. Sem betur fer fæ ég líka ákveðin hroll þegar ég sé Big Mac og þess vegna fer þessi frétt voða lítið fyrir brjóstið á mér. Ástæðan fyrir þessu segir framkvæmdastjóri Mcdonalds hérna á Íslandi að kjötið er tvöfalt dýrara hér á landi en í nágrannalöndunum og osturinn er þrefalt dýrari. Satt að segja þá er Mcdonalds hér á landi með þeim flottustu í heiminum. Annars staðar er götufólk og unglingar fastagestir á svona stöðum. Mjög erfitt er að ganga inn á svona stað í öðrum löndum án þess að missa matarlystina. Greinilega erum við að borga ákveðið verð til þess að losna við að borða við hliðina á götufólki. Við borgum hátt verð til þess að sitja við hliðina á venjulegu fólki.
Það samt ótrúlegt þegar verslunarmenn eru spurðir ástæðuna fyrir því af hverju verðið eru svona hátt þá er alltaf talað um tolla. Það er svo miklir tollar á ákveðnum vöruflokkum. Það er aldrei talað um álagninguna. Tvö síðustu jól þá hefur tvö ákveðin leikföng verið mjög vinsæl hjá strákum. Þessi jól var leikfangið Skelfirinn. Jólin þar á undan var einhver risaeðla með fjarstýringu sem kostaði 17000 kr en kostaði 55 dollara í US and A.
Skelfirinn kostaði 15000 kr í íslensku leikfangabúðum en kostar 3500 isl kr í dönskum leikfangabúðum. Frekar mikill verðmunur þar á milli. Verslunarmenn vældu yfir háum innflutningstollum og virðisaukaskatti og sögðu að þeir lögðu mjög lítið á þessa vöru vegna þess hve háir tollar væru á henni. Jæja,,10 % tollar og 15 % innflutningsgjöld skýra ekki þennan verðmun. Stóra skýringin er að Íslendingar eru svo vanir að láta nauðga sér ósmurt í ra..........ið að við erum reiðbúin að kaupa 15000 kr græju fyrir strákana okkar án þess að blikka né blána og verslunarmenn vita það.
mbl.is Ofmetnasti gjaldmiðillinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleymdi að lesa kaflann um getnaðarvarnir??

Hvernig er eiginlega hjúkkunámið í Sarajevo byggt upp? Kannski gleymdi þessi ágæta hjúkka að lesa kaflana um kynfræðslu, getnaðarvarnir og barneignir!! Þetta var greinilega mjög buzy mánuður hjá þessari skutlu,,15-20 karlmenn!!!! Púff!!


mbl.is Hjúkrunarkona segir 20 lækna geta verið föður barns síns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Makaskipti möguleg?

Picture 079

Rakst á þessa skemmtilegu fasteigna auglýsingu í Fréttablaðinu í morgunn! Til sölu hús í Reykjanesbæ, nánar tiltekið í Innri Njarðvík! Makaskipti möguleg!! Dágóðar lýsingar eru á húsnæðinu en engar á þessum blessuðum maka! Svo það er erfitt að vita hvort það verður upgrade eða ekki!!


Ææi stöð 2

Gátu þið ekki beðið eftir jól!!  Þessi maður á fjölskyldu! Þrátt fyrir það að þið viljið greinilega afhjúpa einhverja svaka frétt þá er nú allt í lagi að bíða eftir jól að sýna myndir af litla félaganum af einhverjum manni í fréttaskýringaþætti!! Þessi frétt hefði nú hneykslað mig svakalega í Júní. En svona kringum jólaleytið þá finnst mér Stöð 2 vera mesti skíthæll í heimi!!


mbl.is Guðmundur lætur tímabundið af störfum fyrir Byrgið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Slæmir timburmenn

Það er eina sem hægt að segja við þessi blessuðu hjónakorn Gott á ykkur. Það er alveg ótrúlegt hvað fólk heldur virkilega að það kemst upp um það haga sér eins og hálfvitar! Mikið væri ég til í það að vera lítil fluga vegg og sjá viðbrögðin hjá þessum hjónum að vera skilin eftir í Halifax blindfull og klóra í sig í hausinn hvernig í fjandanum þau ætla sér að koma sér heim!! Bara snilld!

 


mbl.is Íslenskur flugdólgur á leið frá Kúbu skilinn eftir í Halifax
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jólin

Ég er frekar píkkí á veitingastaði hér á landi. Svo virðist að ég hef ekki fundið minn uppáhalds veitingastað! Ég held meira að segja að ég er búin að prófa flest alla veitingastað hér í Reykjavík! Oft of tíðum mjög dýrir miðað við gæðin á matnum!! Finnst frekar súrt að borga 3000-8000 fyrir heila málítið og kemst af því að ég hefði nú alveg geta gert betur! Annað hvort er ég svona svakalega góður kokkur,,eða lélegan matarsmekk eða bara maturinn á veitingastöðum hérna er ágætur en ekkert svakalega góður!! Ég hef aldrei gengið út af veitingastað hér á landi og sagt vá,,æðislegt hérna verð ég að koma aftur!! Austur Indíafélagið kemst svona næst því að vera minn uppáhalds. Góður matur þar,,en ég er engin fasta kúnni!!En ég prófaði veitingastaðinnn Grænan Kost áðan í kvöldmatinn,,og var bara mjög hrifin. Ekkert voðalega dýrt 1100kr fyrir  rétt dagsins sem var gjörsamlega kúfullur diskur af mjög góðum mat,,og ég gat ekki klárað hann. Var sko ekki fyrir vonbrigðum ég nú hef alltaf verið með fordóma gagnvart grænmetisfæði. En núna eru þeir fordómar farnir.Það er voðalítið val á Grænum Kosti það er eiginlega bara réttur dagsins. Sem mér finnst vera frekar sniðugt concept! Matseðill vikurnar er hægt að finna á netinu, Sniðugt. Mjög góður matur fyrir ekki svo mikinn pening! Greinilegt að ég er einhver sukker fyrir svona One meal wonder staðir. Góður matur fyrir lítinn pening,,eins og Bæjarins Bestu, American Style, og núna greinilega Grænn Kostur!! Þessa dagana þegar ég kemst fyrir utan húsins dyr þá sé alltaf bætast við jólaskrautið í borginni,,en Reykjavík er samt mjög aftarlega á merinni miðað við Reykjanesbær,,sem var í fullum skrúða í byrjun desember! Gaman sjá brúna yfir Reykjavíkurtjörn svona á kvöldin sérstaklega nýjustu viðbótina stór plastkerti!! Ekki er nú verra að heilt skautasvelli er komin í miðbæin yfir jólin! Mjög sniðugt,,þótt að mér hef nú aldrei fundist gaman á skautum! Mér líður alltaf eins og hamstur í búri sem gerir ekkert annað en að fara hring eftir hring!!En mjög skemmtileg viðbót svona um jólinn! Það er sko margt sem ég ætla að gera þegar ég búin að losna úr prísundi, líka nóg að gera þegar varla er vika til jóla þegar ég búin í þessum andskotans prófum! Kannski fjárfesta í jólaljósum á svalirnar!!
mbl.is Jólasveinar á vappi við Jóla-Skuld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er fátækt?

Allir með öndina yfir skýrslunni um fátækt,,að það sé til lítil börn hérna á Íslandi sem býr við fátækt! Já,,okkar yndislega land er með nokkrar skuggahliðar! Ég hef eiginlega aldrei skilið fátækt í vestrænu þjóðfélagi! Auðvitað algjör fáfræði á minni hálfu! Ég er bara alin upp í smá bæ út á landi sem fólk reddaði sér. Ef það átti ekki pening þá fékk það sér vinnu. Ef sú vinna skaffaði ekki nóg og mikið þá var fengið sér aðra vinnu! Íslenska harkann að vera í 8-10 tíma  í dagvinnu og svo fara heima heim skipta um föt og skúra kannski gólf í hjá einhverju fyrirtæki! Ég skil þetta ekki út af því að ég veit alveg hvernig það er að eiga lítin pening!  Ég er námsmaður, ég lifi á sumarlaununum mínum. Laun sem ég fékk fyrir 3 mánaða vinnu.  Ég leigi á stúdentagörðunum. Ég sé bara um sjálfan mig það er að segja ég á engin börn eða karl,,ekki einu sinni gullfisk! Til þess að geta borgað leiguna og haft í sér og á. þá er fengið sér aukavinnu. Skúrað fyrirtæki út í bæ til þess að eiga fyrir leigunni og svo sparað.  Ég er ekki að eyða í einhverja vitleysu. Passa vandalega hvar peningarnir mínir fara í. Ef allt er talið þá er ég kannski að lifa á 80 þúsund kr á mánuð,,inni í því er leigan  og matur og allt! Ég tel mig ekki vera fátæka,,ég er ekkert að deyja úr hori. Ég er heldur ekki í nýjustu fötunum frá Hugó Boss!. Ef ég myndi nú sjá það að bankainnistæðan mín  væri hræðileg þá auðvitað er til annað hlutastarf.  En þetta væri auðvitað allt annar handleggur ef lítið barn væri inn í myndinni.  Þá myndi ég nú bara spýta enþá meira í lófana og láta þetta reddast, taka mér námslán eða meira!!. Ég er ekki að blekkja sjálfan mig að það sé ekki til fátækt hér á Íslandi en ég er bara ekki að skilja hana!!

Nafnið má ekki vera til ama?

Ég hef nú oft klórað mig í hársvörðin þegar ég sé einhverjar frétt frá mananafnanefnd! Helsta er það hvaða nöfn eru samþykkt og hvað foreldrar eru virkilega brenglaðir! Mér finnst nú nafnið Eybjört mjög fínt nafn og var bara mjög hissa þvi að það var bara samþykkt nýverið. En Mosi,,,halló,,er eitthvað af því fólki sem vill skýra fallegt ungabarn Mosi! Ef þetta er nafn fyrir einhvern þá er það frekar einhver dýr en börn! Hvar er fundið nafnið Malm og Aðils? Greinilega sumir eru að reykja eitthvað annað en sígarettur ef fólki dettur þetta í hug!!


mbl.is Nöfnin Malm og Aðils fengu ekki samþykki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jólin

Núna streymir fullt af auglýsingabæklingum inn um lúguna hjá mér auðvitað ég les þá alla!! Bara út af þess að ég er að læra undir próf!(annars myndi ég aldrei gera það) Hvað er málið með svart jólaskraut?? Jólaskraut á að vera grænt, rautt, gulllitað, silfurlitað,,eiginlega allir aðrir litir en svart!! Hvað er næst? Þarf kannski jólsveinninn að fylgjast með tískunni??
mbl.is Evrópsku dívurnar sungu jólalög fyrir fullu húsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband